Þátttakendur og aðstandendur nýrrar námsbrautar ásamt ráðherrum
Námsbrautin er tólf mánaða nám sem miðar að því að efla nýsköpunarfærni þátttakenda í gegnum formlega kennslu og verkefnavinnu undir leiðsögn innlendra og erlendra sérfræðinga á sviði nýsköpunar og þróunar.
Námsbrautinni var formlega hleypt af stokkunum í Grósku þann 31. janúar að viðstöddum Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra. Fulltrúar Auðnu voru einnig á staðnum og kynntu starfsemi Auðnu og styrkjaumhverfið á Íslandi fyrir þátttakendum í náminu.
Í vor verður Auðna með MasterClass fyrir þátttakendur í náminu þar sem þau fá aðstoð við að setja rannsóknir sínar í samhengi við samfélagsleg áhrif með því að fara yfir grunnþætti verðmætasköpunar á vísindaniðurstöðum. Hér á heimasíðu okkar er hægt er að lesa allt um MasterClass Auðnu.
Við hlökkum til að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni og styðja við nýsköpun í íslenskri heilbrigðisþjónustu!
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160