Við höfum innan okkar raða margháttaða reynslu af frumkvöðlastarfi, tækniyfirfærslu, rannsóknum og þróun, lífvísindum, líftækni, lyfja- og heilbrigðistæknigeira, matvælatækni, tölvutækni, verkfræði, hugverkarétti og lögfræði, iðnhönnun, nýsköpunarfræðum, úr fjármálageiranum og sprotaumhverfinu.
Þessi breiða reynsla nýtist vel í afar fjölbreyttum verkefnum Auðnu Tæknitorgs til að stuðla að verðmætasköpun og samfélagslegum ávinningi af vísindaverkefnum. Stjórn Auðnu Tæknitorgs er samansett af öflugum fulltrúum vísinda- og atvinnulífs sem með reynslu sinni og sérþekkingu setja stefnuna fyrir farsæla tækniyfirfærslu hér á landi.
Tölvupóstur: einarm[hja]ttoiceland.is
Einar er framkvæmdarstjóri Auðnu tæknitorgs. Hann er með doktorsgráðu í sameindaerfðafræði og MBA í Innovation and Business Creation frá Tækniháskólanum í Munchen (TUM).
Einar hefur þriggja áratuga alþjóðlega reynslu af lífvísindum, líftækni og þróun líftæknilyfja. Hann hefur unnið sem frumkvöðull og stjórnandi að tækni- viðskipta- og vöruþróun og hefur unnið að stefnumótun á sviði nýsköpunar innan félagasamtaka, fyrirtækja og háskóla.
Einar hefur kennt ýmsar greinar líftækni við innlenda og erlenda háskóla og var gesta-dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.
Einar leiddi undirbúning að stofnun Auðnu Tæknitorgs sem verkefnisstjóri nýsköpunar fyrir Háskóla Íslands og hefur setið í stjórnum Vísindagarða HÍ, Icelandic Starftups og í stjórnum vísindalegra sprota úr HÍ.
Einar er meðlimur í alþjóðlegri dómnefnd Eureka Eurostars nýsköpunar áætlunarinnar. Einar er frumkvöðull og meðstofnandi ORF Líftækni hf. Og DISACT efh. „Vísindin eru lykillinn að betra, upplýstara og samkeppnishæfara samfélagi.“
Tölvupóstur: sverrir[hja]ttoiceland.is
Sverrir Geirdal er viðskiptaþróunarstjóri Auðnu tæknitorgs. Hann er með MBA frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS)m diplóma í rekstrar-og viðskiptafræði frá EHÍ ásamt diplóma í kerfisfræði frá EDB skólanum í Odense.
Hann hefur áralanga reynslu af fjármögnun nýsköpunarverkefna, fyrst hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og síðar á eigin vegum. Sverrir rak eigið ráðgjafafyrirtæki um langt árabil þar sem hann sinntil ráðgjöf í upplýsingatækni, stefnumótun, viðskiptaþróun og rekstri.
Sérsvið Sverris er upplýsingatækni og fjármálageirinn. Eftir að hafa sinnt annarskonar verkefnum á sviði endurskoðunar og gagnastjórnunar snýr Sverrir sér aftur að nýsköpuninni með það fyrir augum að brúa bilið á milli vísindastarfisins á Íslandi og atvinnulífsins. Það er bjargföst trú hans að þannig megi auka lífsgæði og velsæld í landinu.
Tölvupóstur: lydur[hja]ttoiceland.is
Lýður Skúli Erlendsson er vísinda- og nýsköpunarstjóri Auðnu Tæknitorgs. Hann er með doktorspróf í örverufræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Eftir útskrift starfaði Lýður hjá ORF Líftækni í nokkur ár áður en hann hóf störf hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Þar starfaði hann sem teymisstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði sem rekur stærstu opinberu stuðningsáætlanir við nýsköpun í landinu, Tækniþróunarsjóð og Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna.
Lýður hefur því mikla reynslu af fjármögnun og samstarfi við frumkvöðla, sprotafyrirtæki og vísindasamfélagið. Lýður situr í stjórn Nordic Innovation sem styður við nýsköpun og aukna samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja á Norðurlöndum.
Lýður hefur jafnframt tekið virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd alþjóðlega samstarfsneta eins og BlueBio Cocund og Atlantic Ocean Research Alliance (AORA). Hann er einn af stofnendum Marine Mictobiome Forum sem er samstarfsvettvangur vísindamanna og stefnumótandi aðila í EU, USA og Kanada á fræðasviðinu.
Lýður telur að nýsköpun sé án efa lykill að hafsæld í samfélaginu og að vísindi sé ein meginuppspretta nýrra tækifæra. Tækniyfirfærsla úr akademísku umhverfi yfir í iðnaðinn er því mikilvægur fyrir mótun öflugs nýsköpunarsamfélags.
Tölvupóstur: elisa[hja]ttoiceland.is
Elísa er lögfræðingur hjá Auðnu tæknitorgi. Hún lauk grunn- og meistaranámi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og hefur einnig lokið viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst, sem veitir henni breiða þekkingu á lagalegum og viðskiptatengdum málum. Elísa hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.
Elísa hefur lengst af starfað við lögfræði á opinberum vettvangi, m.a. hjá stjórnarráðinu og sveitarfélögum, þar sem hún hefur unnið að stefnumótun og framkvæmd í málum er varða meðal annars nýsköpun, máltækni og hugverkarétt. Hún hefur víðtæka reynslu af samningagerð og félagarétti og hefur stýrt samningaviðræðum sem tryggja traustan lagalegan grunn fyrir ný fyrirtæki ásamt því að veita ráðgjöf um skipulag, rekstur og vernd hugverka.
Elísa telur að með því að tryggja vernd hugverka og nýta þau á réttan hátt, getum við byggt traustan grunn fyrir sprotafyrirtæki og stuðlað að áframhaldandi þróun og vexti í atvinnulífinu.
Tölvupóstur: ingunn[hja]ttoiceland.is
Ingunn Sigurpálsdóttir er markaðs- og fjármálastjóri Auðnu Tæknitorgs. Hún er með B.Sc. í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, hefur lokið APME verkefnastjórnun frá Opna Háskólanum og er Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur frá Akademias.
Ingunn hefur mikla reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Hún hefur starfað fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum, meðal annars í ferðaiðnaði og heildverslun. Ingunn brennur fyrir nýsköpun og hefur komið að þróun og innleiðingu á fjölbreyttum verkefnum.
Tölvupóstur: anders[hja]ttoiceland.is
Kristinn er stjórnarformaður Auðnu, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands og jafnframt formaður Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala Háskólasjúkrahúss. Áður en hann kom til starfa við HÍ starfaði hann yfir 20 ár við hagnýtar rannsóknir og vöruþróun, ásamt einkaleyfavinnu, á alþjóðlegum vettvangi.
Guðbjörg er framkvæmdarstjóri Tækniseturs ehf. Sem er rannsókna- og þróunar fyrirtæki á sviði efnistækni og mannvirkjarannsókna og hefur um árabil stýrt starfsemi Álklasans sem er vettvangur fyrir nýsköpun á sviði áliðnaðar. Hún hefur víðtækja reynslu af rekstri innlendra og alþjóðlegra rannsóknar og þróunarverkefna.
Anna Kristín lauk doktorsprófi í stofnerfðafræði við Dyflinnarháskóla á Írlandi. Hún er aðstoðarforstjóri og rannsókna- & nýsköpunarstjóri Matís ohf. Áður starfaði hún hjá Hafrannsóknastofnuninni og Rannís. Anna Kristín er með langa reynslu í að stýra rannsóknaverkefnum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Hún er stjórnarnefndafulltrúi í rannsóknaáætlunum Evrópusambandsins (ESB) síðan 2006 og var fulltrúi Íslands í nokkrum vísinda- og ráðgjafanefndum. Verið leiðbeinandi og prófdómari fjölda masters og doktorsnema. Hlaut hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2000.
Lilja er forstöðukona rekstrar og stefnumótunar hjá Alvotech, líftæknifyrirtæki með sérhæfingu í þróun og framleiðslu á líftækni hliðstæðulyfjum. Þar hefur hún yfirumsjón með umbreytingarverkefnum, markmiðasetningu og rekstrarlegum mælaborðum. Lilja er einnig mentor hjá KLAK. Áður starfaði hún m.a. sem framkvæmdastjóri SagaNatura og Rannsóknar og þróunarstjóri Genís. Hún er með doktorsgráðu í líflæknisfræði (e. Biomedicine) frá UTSW Medical Center. Hún hefur víðtæka reynslu af rekstri líftæknifyrirtækja og hefur leitt fjölmörg rannskóknaverkefni styrkt af Rannís, Evrópusambandinu og NIH.
Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er sviðsforseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og var forseti þeirra 2016-2019. Ólafur er formaður vinnuhóps um nýsköpun hjá European Blood Alliance.
Anna Valborg er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og sér um einkaleyfasafn Emblu Medical, alþjóðlegs heilbrigðistæknifyrirtækis sem er móðurfélag Össurar og annarra tengdra fyrirtækja. Áður starfaði hún í einkaleyfadeild lyfjafyrirtækisins Actavis/Teva. Hún hefur yfirumsjón með Candidate Support Program Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) og kennir nám um einkaleyfi fyrir evrópska faggildingu. Anna Valborg er fulltrúi Íslands á þingi og í nefndarstörfum EPI (European Patent Institute) og situr í stjórn Félags íslenskra einkaleyfasérfræðinga
Svava María Atladóttir er framkvæmdastjóri þróunar hjá Landspítala. Hún er verkfræðingur að mennt og meðhöfundur kennslubókar um skapandi hugsun í heilbrigðiskerfum. Á tímabilinu 2001-2020 starfaði hún í Kísildalnum í Kaliforníu þar sem hún rak ráðgjafafyrirtæki, tryggði fjölda einkaleyfa og kenndi aðferðafræðina design thinking á háskólastigi.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160