FRÁ TILKYNNINGU TIL EINKALEYFIS

FRÁ TILKYNNINGU TIL EINKALEYFIS



EINKALEYFAFERLIÐ

Er sprotafyrirtæki málið?

Eftir að samningar eru í höfn keppast aðilar saman að því að koma lausninni í gagnið úti í samfélaginu.


Sumir uppfinningamenn kjósa að koma verkefninu í hendur frumkvöðla eða fyrirtækja sem taka slaginn, aðrir velja að stofna eigið sprotafyrirtæki utan um lausnina. Sprotafyrirtæki getur verið stofnað á ýmsum stigum utan um hugverkin. Við veitum ráðgjöf varðandi stofnun sprotafyrirtækis í kringum vísindaleg verkefni.

Hafðu samband

STOFNUN SPROTAFYRIRTÆKIS

Algengustu leiðirnar til hagnýtingar á einkaleyfi eru að stofna sprotafyrirtæki eða gera nytjaleyfissamninga við þriðja aðila. Við stofnun sprotafyrirtækis þróa og markaðssetja eigendur uppfinninguna sjálfir. Auðna veitir ráðgjöf við stofnun fyrirtækis og varðandi leiðir til fjármögnunar á þróun afurðar.

  1. Ákvörðun: Hvort sem mat Auðnu leiðir í ljós að uppfinning sé sett í einkaleyfisferli eða ekki þá er möguleiki fyrir vísindamanninn að halda áfram með uppfinninguna og þróa og markaðsetja afurð í gegnum sprotafyrirtæki.
  2. Sprotafyrirtæki stofnað: Ef unnið er áfram með verkefnið í sprotafyrirtæki sem nýtir aðstöðu og fjármagn frá vinnuveitanda er almenna reglan að atvinnurekandi taki hlut í fyrirtækinu. Auðna veitir ráðgjöf um helstu atriði sem þarf að hafa í huga við stofnun sprota.
  3. Fjármögnun: Sprotafyrirtæki fjármagna þróunarvinnu og markaðsstarf öllu jafna í gegnum opinbera sjóði og/eða fjárfesta. Auðna veitir ráðgjöf um styrki og aðstoðar við leit að fjárfestum.
  4. Sala á afurð/þjónustu: Fyrirtækið skapar sér tekjur með sölu afurðar eða þjónustu.
Share by: