Er sprotafyrirtæki málið?
Eftir að samningar eru í höfn keppast aðilar saman að því að koma lausninni í gagnið úti í samfélaginu.
Sumir uppfinningamenn kjósa að koma verkefninu í hendur frumkvöðla eða fyrirtækja sem taka slaginn, aðrir velja að stofna eigið sprotafyrirtæki utan um lausnina. Sprotafyrirtæki getur verið stofnað á ýmsum stigum utan um hugverkin. Við veitum ráðgjöf varðandi stofnun sprotafyrirtækis í kringum vísindaleg verkefni.
Algengustu leiðirnar til hagnýtingar á einkaleyfi eru að stofna sprotafyrirtæki eða gera nytjaleyfissamninga við þriðja aðila. Við stofnun sprotafyrirtækis þróa og markaðssetja eigendur uppfinninguna sjálfir. Auðna veitir ráðgjöf við stofnun fyrirtækis og varðandi leiðir til fjármögnunar á þróun afurðar.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160