Blog Layout

MasterClass í vísindalegri nýsköpun með Háskólanum í Reykjavík

Þriggja daga námskeið þar sem lögð var áhersla á vísindalega nýsköpun, fjármögnun og hugverkarétt.

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, Ph.d.


Í síðustu viku hélt Auðna Tæknitorg MasterClass-námskeið sem var sérstaklega sniðið að rannsakendum við Háskólann í Reykjavík. Þátttakendur – aðallega doktorsnemar og nýdoktorar – komu saman í þrjá daga til að kafa ofan í heim nýsköpunar, atvinnusköpunar og nýtingar rannsókna í atvinnulífinu


Frá hugverkarétti til hagnýtingar


Námskeiðið var haldið í Háskólanum í Reykjavík og Grósku og var blanda af fyrirlestrum og hópavinnu með leiðbeinendum. Fjallað var meðal annars um hugverkarétt, Business Model Canvasinn, fjármögnunartækifæri og framkomu. Frumkvöðlar og sérfræðingar héldu fyrirlestra og deildu hagnýtum ráðum sem þátttakendur geta nýtt sér í sínum rannsóknum og framtíðaráformum.


Viðbrögðin voru afar jákvæð og voru þátttakendur sérstaklega ánægðir með hvað efnið mun gagnast þeim í áframhaldandi vinnu og hversu dýrmætt það var að fá beina leiðsögn frá reynslumiklu fólki úr atvinnulífinu.


Við þökkum þátttakendum kærlega fyrir frábæra viku og hlökkum til næsta MasterClass með Landspítalanum í apríl!


DEILA

FLEIRI GREINAR

5. febrúar 2025
Landspítali hefur sett af stað nýja námsbraut í nýsköpun fyrir klíníska fagaðila.
4. febrúar 2025
Á ráðstefnunni AI & Society voru áhrif gervigreindar og mikilvægi ábyrgðar í hraðri tækniframþróun rædd.
6. janúar 2025
Auðna Tæknitorg hefur leitt íslenskt vísindaumhverfi í átt að aukinni verðmætasköpun með sprengingu í fjölda einkaleyfaumsókna, tengingu við erlenda fjárfesta og markvissri tækniyfirfærslu sem stuðlar að því að íslenskt hugvit komist í farveg og skili sér í verðmætum fyrir atvinnulífið og samfélagið.
Fleiri greinar
Share by: