MasterClass námskeið hjálpa þáttakendum að setja rannsóknir sínar í samhengi við samfélagsleg áhrif með því að fara yfir grunnþætti verðmætasköpunar á vísindaniðurstöðum.
Auðna Þekkingar- og Tæknitorg stendur reglulega fyrir tveggja til þriggja daga MasterClass námskeiðum fyrir háskólasamfélagið, rannsakendur og styrkþega rannsóknasjóða. MasterClass Auðnu hefur slegið í gegn hér á landi og vakið athygli erlendra háskóla.
Á námskeiðunum koma fram og deila reynslu sinni og þekkingu; vísindafrumkvöðlar, viðskiptaþróunaraðilar, ráðgjafar, sérfræðingar og fjárfestar. Farið er yfir sérstöðu vísindalegrar nýsköpunar og grunnþætti verðmætasköpunar úr rannsóknar niðurstöðum. Einnig er farið yfir hugverkarétt, fjármögnunarleiðir og samninga sem og vörður á leiðinni og þjálfun fyrir kynningu á hugmyndinni.
Niðurstöður rannsókna og uppfinningar byggðar á þeim geta skipt sköpum við að betrumbæta samfélagið. Rannsóknir eru mikilvæg uppspretta nýsköpunar til að takast á við stóru áskoranirnar. Sem dæmi má nefna; samfélags- og heilbrigðismál og orku-, loftslags- og sjálfbærnimál. Það er því mikilvægt að rannsóknir hafi greiða leið til samfélagslegra áhrifa.
Áður en uppfinningar eða hagnýtanlegar niðurstöður vísindasamfélagsins komast í gagnið úti í samfélaginu er að mörgu að huga.
MasterClass námskeið hjálpar þátttakendum að setja rannsóknir sínar í samhengi við samfélagsleg áhrif með því að fara yfir grunnþætti verðmætasköpunar á vísindaniðurstöðum.
Á námskeiðinu gefst þáttakendum tækifæri til að vinna með eigin rannsóknarverkefni og kanna möguleika til nýsköpunar og samfélagslegra áhrifa. Námskeiðin eiga erindi til rannsakenda, vísindamanna, nýdoktora og doktorsnema sem og starfsmanna háskóla- og rannsóknastofnana.
Meðal þess sem farið er yfir á Masterclass er viðskiptaþróun úr rannsóknum, hugverkaréttur og fjármögnunarleiðir. Námskeiðin eiga erindi til nemenda, vísindamanna, nýdoktora og doktorsnema úr háskóla- og rannsóknaumhverfinu.
Í lok hvers MasterClass námskeiðs er könnun lögð fyrir þáttakendur þar sem þeir eiga kost á að gefa námskeiðinu umsögn. Tilgangur könnunarinnar er að hjálpa Auðnu þekkingar- og tæknitorgi að fá endurgjöf á því sem vel er gert og því sem betur mætti fara. Á öllum MasterClass námskeiðunum sem Auðna hefur haldið hafa þáttakendur sagt að námskeiðin hafi staðist væntingar betur eða miklu betur en þeir áttu von á.
"Fyrirlesturinn um hugverk var sérstaklega hjálplegur og gaf mér innsýn sem gæti verið mikilvæg fyrir framtíðarverkefni. Mér fannst líka tengsl við aðra aðila úr rannsóknarsamfélaginu með mjög ólíkan bakgrunn og áhugamál sérstaklega áhugavert og skemmtilegt!”
"Það var mjög mikils virði að vinna með hugmyndina um að breyta rannsóknum eða hugmyndum í eitthvað sem hefur fjárhagslegt virði. Mér hefur alltaf fundist það ekki eiga við rannsóknir svo ég hef alltaf vísað á bug viðskiptahliðinni - en auðvitað er það mjög mikilvæg og námskeiðið hefur opnað augu mín fyrir því."
"Mjög lærdómsríkt, námskeiðið var góð blanda af kynningum, teymisvinnu, tengslamyndun og góðum mat. Allar umræður voru áhugaverðar, fullkomið andrúmsloft skapað af öllum kynnunum, þetta var ljómandi frábært námskeið."
"Að hitta aðra rannsakendur og læra um mismunandi verkefni. Að hugsa um mismunandi leiðir til að hafa (samfélagsleg) áhrif. Það var líka mjög áhugavert að hugsa út í kynningarnar."
"Það sem mér fannst gagnlegast á námskeiðinu var fyrirlestrarnir um hugverkarétt og um vísindaleg nýsköpun. Það var líka mjög áhugavert að læra betur um Business Model Canvas í gegnum verkefni annarra þátttakenda."
"Námskeiðið var áhugavert og opnaði nýjar víddir í hugsun. Fyrirlestrarnir voru einnig mjög áhugaverðir og á breiðu sviði. Þá var vinnustofan mjög gagnleg."
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160