“Somewhere, something incredible is waiting to be known” Carl Sagan
Auðvarp - Nýsköpun, vísindin & við, er vettvangur umfjöllunar og samtals á sviði tækniyfirfærslu, nýsköpunar, vísinda, viðskipta og góðra hugmynda. Áhugaverðir viðmælendur og skemmtileg umfjöllun um það sem við erum að fást við.
Auðna Tæknitorg tengir vísindi og atvinnulíf en til þess þurfa aðilar að hittast. Við skipuleggjum og tökum þátt í spennandi viðburðum, ein og með öðrum. Markmiðið er að ræða nýjar hugmyndir, koma á tengslum og samstarfi, örva verðmætasköpun sem leiðir til jákvæðra áhrifa
í samfélaginu.
Hjálpaðu okkur að halda utan um sögur af vísindalegum uppgötvunum og árangri hér á landi sem snertir líf okkar.
Við gætum deilt slíkum sögum á ýmsu formi og með því haldið á lofti mikilvægi vísindanna fyrir samfélagið og umhverfið.
Hvernig hafa rannsóknir úr íslenska vísindasamfélaginu haft áhrif:
Dæmisögur ættu að innihalda titil og ágrip af uppfinningunni eða nýsköpunarverkefninu og nafn höfunda/uppfinningamanna. Í ágripi þarf að koma fram á hvaða rannsóknum uppfinning/hagnýtu rannsóknirnar byggja.
Sendu okkur dæmisögu þína ásamt mynd í hárri upplausn og við sjáum til hvort hún eigi erindi í dæmisögusarpinn okkar.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160