The Scipreneur Sessions á Iceland Innovation Week

Hvernig eflum við næstu kynslóð vísindadrifinna frumkvöðla?

Auðna tæknitorg tók þátt í Iceland Innovation Week í ár og stóð fyrir viðburðinum The Scipreneur Sessions í samstarfi við RetinaRisk.


Á viðburðinum voru pallborðsumræður þar sem öflugir aðilar úr háskólaumhverfinu, nýsköpunarumhverfinu og frumkvöðlaheiminum komu saman til að ræða hvernig við getum betur stutt við þá vegferð sem felst í vísindalegri nýsköpun og hvatt til þess að rannsóknarniðurstöður komist út af rannsóknarstofunni og nái að hafa samfélagsleg áhrif.


Þrátt fyrir mikilvægt hlutverk vísinda í að leysa helstu áskoranir samtímans, upplifa margir vísindamenn og nýútskrifaðir rannsakendur sig illa undirbúna fyrir frumkvöðlastarf. Í umræðunum var skoðað hvernig við sem samfélag getum betur stutt þessa vegferð, meðal annars með auknu samstarfi háskóla og atvinnulífs og stefnumótun sem hvetur til frumkvöðlahugsunar.


Öflugur hópur sérfræðinga á sviði nýsköpunar

Í pallborði voru:

  • Margrét Helga Ögmundsdóttir - prófessor við Háskóla Íslands og stofnandi ARterna Biosciences
  • Svava Björk Ólafsdóttir - Verkefnastjóri frumkvöðla og nýsköpunar við Háskólann á Akureyri og stofnandi IceBAN
  • Oddur Sturluson - verkefnastjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs við Háskóla Íslands
  • Jón Skírnir Ágústsson - aðstoðarforstjóri gervigreindar- og gagnarannsókna hjá Nox Medical

Það var svo Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, Ph.D., ráðgjafi og stjórnendaþjálfi hjá Fönn Consulting, sem stýrði umræðunum.


Takk fyrir komuna

Við viljum þakka öllum þátttakendum, gestum og samstarfsaðilum okkar fyrir frábæran viðburð og hlökkum til að eiga áframhaldandi samtal um vísindalega nýsköpun!


DEILA

FLEIRI GREINAR

8. maí 2025
Ingunn Sigurpálsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs
14. apríl 2025
Þriggja daga MasterClass námskeið fyrir starfsfólk Landspítalans og doktorsnema í heilbrigðistækni
24. mars 2025
Þriggja daga námskeið þar sem lögð var áhersla á vísindalega nýsköpun, fjármögnun og hugverkarétt.
Fleiri greinar