Framundan: Nordic HPC Summit 2025

Nordic HPC Summit - 22. október 2025 í Stokkhólmi

Prófessor Morris Riedel hjá Háskóla Íslands vekur athygli á Nordic HPC Summit 2025 – ráðstefnu um ofurtölvur og gervigreind á Norðurlöndunum. Hér koma saman frumkvöðlar, lítil og meðalstór fyrirtæki, tæknifyrirtæki og stefnumótandi aðilar til að efla samvinnu og knýja áfram nýsköpun.


Hér getur þú séð heimasíðu ráðstefnunnar: Nordic HCS Summit 2025


Þrjár ástæður fyrir því af hverju þú mátt ekki missa af Nordic HPC Summit 2025

  1. Innblástur: Hlustaðu á árangurssögur af gervigreind og ofurtölvum í ólíkum atvinnugreinum.
  2. Innsýn: Fylgstu með nýjustu þróun í ofurtölvum, gervigreind og annarri nýrri tækni.
  3. Tengsl: Nýttu tækifærið til að eiga samtal við stefnumótandi aðila og kynnast verkefnum sem styðja við gervigreind og ofurtölvur á Norðurlöndum.


DEILA

FLEIRI GREINAR

28. október 2025
Tveggja daga MasterClass námskeið gaf innsýn í hvernig rannsóknir og hugmyndir geta þróast í átt að hagnýtingu og samfélagslegum áhrifum.
20. október 2025
Auðvarpið snýr aftur: Af hverju Auðna og af hverju er framtíðin björt?
26. september 2025
Frá rannsóknum til hagnýtingar og verðmætasköpunar
Fleiri greinar