Teymið okkar hjá Auðnu tæknitorgi vinnur að því öllum árum að koma koma þekkingu og niðurstöðum rannsókna til áhrifa og í notkun úti í samfélaginu, skapa verðmæti og störf og efla þannig íslenskt samfélag. Þetta kallar á fjölbreytta samninga um samstarf, sölu, nytjaleyfi, trúnað og verndun hugverka og uppfinninga, bæði innanlands og erlendis. Við þurfum liðsauka til að sinna samningahliðinni í fjölbreyttum verkefnum sem skipta samfélagið miklu máli.
Ert þú lögfræðingur með réttu reynsluna og viðhorfið til að bætast í litla, en öfluga teymið okkar?
Smelltu hér til að sækja um.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160