Auðna mun halda „MasterClass námskeið um áhrifamátt rannsókna“ dagana 21.-23. febrúar. Námskeiðið er opið öllum rannsakendum og doktorsnemum í háskólum og rannsóknastofnunum landsins.
Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi þess að huga að hugverkavernd, fjármögnun verkefna, hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna og þeim tækifærum sem geta falist í rannsóknaverkefnum fyrir samfélagið.
Námskeiðið verður á ensku og er haldið í Grósku.
Nauðsynlegt er að þeir sem hafa áhuga á að taka þátt
skrái sig á námskeiðið hér.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160