Blog Layout

Þrír nýir stjórnarmeðlimir í stjórn Auðnu

Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir í stjórn Auðnu Tæknitorgs ehf. á aðalfundi sem fram fór 15. ágúst síðastliðinn. 

Nýjir stjórnarmeðlimir

Nýjar í stjórn eru þær Anna Valborg Guðmundsdóttir, einkaleyfastjóri Emblu Medical, Lilja Kjalarsdóttir, forstöðukona rekstrar og stefnumótunar hjá Alvotech og Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar hjá Landspítala.



Anna Valborg er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og sér um einkaleyfasafn Emblu Medical, alþjóðlegs heilbrigðistæknifyrirtækis sem er móðurfélag Össurar og annarra tengdra fyrirtækja. Áður starfaði hún í einkaleyfadeild lyfjafyrirtækisins Actavis/Teva. Hún hefur yfirumsjón með Candidate Support Program Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) og kennir nám um einkaleyfi fyrir evrópska faggildingu. Anna Valborg er fulltrúi Íslands á þingi og í nefndarstörfum EPI (European Patent Institute) og situr í stjórn Félags íslenskra einkaleyfasérfræðinga.


Lilja er forstöðukona rekstrar og stefnumótunar hjá Alvotech, líftæknifyrirtæki með sérhæfingu í þróun og framleiðslu á líftækni hliðstæðulyfjum. Þar hefur hún yfirumsjón með umbreytingarverkefnum, markmiðasetningu og rekstrarlegum mælaborðum. Lilja er einnig mentor hjá KLAK. Áður starfaði hún m.a. sem framkvæmdastjóri SagaNatura og Rannsóknar og þróunarstjóri Genís. Hún er með doktorsgráðu í líflæknisfræði (e. Biomedicine) frá UTSW Medical Center. Hún hefur víðtæka reynslu af rekstri líftæknifyrirtækja og hefur leitt fjölmörg rannskóknaverkefni styrkt af Rannís, Evrópusambandinu og NIH.


Svava María Atladóttir er framkvæmdastjóri þróunar hjá Landspítala. Hún er verkfræðingur að mennt og meðhöfundur kennslubókar um skapandi hugsun í heilbrigðiskerfum. Á tímabilinu 2001-2020 starfaði hún í Kísildalnum í Kaliforníu þar sem hún rak ráðgjafafyrirtæki, tryggði fjölda einkaleyfa og kenndi aðferðafræðina design thinking á háskólastigi.


Áfram sitja í stjórn Auðnu Kristinn Andersen, stjórnarformaður, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, Anna Kristín Daníelsdóttir og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson.


DEILA

FLEIRI GREINAR

5. febrúar 2025
Landspítali hefur sett af stað nýja námsbraut í nýsköpun fyrir klíníska fagaðila.
4. febrúar 2025
Á ráðstefnunni AI & Society voru áhrif gervigreindar og mikilvægi ábyrgðar í hraðri tækniframþróun rædd.
6. janúar 2025
Auðna Tæknitorg hefur leitt íslenskt vísindaumhverfi í átt að aukinni verðmætasköpun með sprengingu í fjölda einkaleyfaumsókna, tengingu við erlenda fjárfesta og markvissri tækniyfirfærslu sem stuðlar að því að íslenskt hugvit komist í farveg og skili sér í verðmætum fyrir atvinnulífið og samfélagið.
Fleiri greinar
Share by: