Blog Layout

Masterclass & Hönnunarsprettur

Masterclass + Design Sprint 


Í síðustu viku stóð Auðna Tæknitorg fyrir vel heppnuðu lausnamóti fyrir björgun með frábærum hópi þáttakenda og samstarfsaðila. Þar kom saman breiður, fjölþjóðlegur og skapandi hópur fólks með fjölbreytta þekkingu og sjálfboðaliðar Landsbjargar.

 

Teymið sem vann lausnamótið (Gamithra Marga, Atli Jasonarson, Alex Grenier, Rebekah Marcs og Luis Melo) kom með tillögu að nýrri samskiptalausn fyrir Landsbjörgu og teymið í öðru sæti (Ethan Klinkenborg, Madeline Haider, Magdalena Charlotta Holst og Sylva Lamm) kom með hugmynd að nýstárlegri næringu sem björgunarsveitarmenn geta nýtt í útköllum. Einnig komu fram hugmyndir að bættum sjúkrabörum, nýjar hreinlætislausnir og lausnir gegn ofkælingu við erfiðar aðstæður. Teymin stóðu sig frábærlega þrátt fyrir þann skamma tíma sem gefinn var til þess að vinna að lausnum. 

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði viðburðinn með ræðu og á loka degi lausnamótsins kom Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn og hvatti þáttakendur til dáða. 

Við hjá Auðnu Tæknitorgi viljum þakka teymum, samstarfsaðilum, leiðbeinendum og þáttakendum í pallborði fyrir skemmtilega og innblásna viku. Lausnamótið markaði upphaf samstarfs sem við vonumst til með að útvíkka enn frekar með það að markmiði að hanna lausnir fyrir þær erfiðu aðstæður sem björgunarsveitirnar starfa í á hverjum degi. 


DEILA

FLEIRI FRÉTTIR


5. febrúar 2025
Landspítali hefur sett af stað nýja námsbraut í nýsköpun fyrir klíníska fagaðila.
4. febrúar 2025
Á ráðstefnunni AI & Society voru áhrif gervigreindar og mikilvægi ábyrgðar í hraðri tækniframþróun rædd.
6. janúar 2025
Auðna Tæknitorg hefur leitt íslenskt vísindaumhverfi í átt að aukinni verðmætasköpun með sprengingu í fjölda einkaleyfaumsókna, tengingu við erlenda fjárfesta og markvissri tækniyfirfærslu sem stuðlar að því að íslenskt hugvit komist í farveg og skili sér í verðmætum fyrir atvinnulífið og samfélagið.
Fleiri fréttir
Share by: