Blog Layout

Leiðin til vísindalegrar nýsköpunar

Auðna Tæknitorg býður þér á hátíð nýsköpunar á Eiríksdóttir í Grósku fimmtudaginn 12. desember kl 16:00-18:00 þar sem rætt verður um fjölmargar hliðar vísindalegrar nýsköpunar.

Fram koma Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri HVIN, Hans Tómas Björnsson og Egill Skúlason, vísinda frumkvöðlar, Tom Flanagan, sérfræðingur í tækniyfirfærslu frá UCD á Írlandi og Milla Koistinaho, fjárfestir í djúptækni hjá Innovestor í Finnlandi og munu þau deila innsýn sinni og reynslu.


Að dagskrá lokinni verða pallborðsumræður undir stjórn Bergs Ebba Benediktssonar þar sem tækifæri gefst til að ræða ólíkar leiðir og áskoranir sem fylgja því að koma vísindalegri nýsköpun á framfæri.

Í panel verða fyrirlesarar dagsins en einnig taka þátt Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu og Jón Ingi Bergsteinsson frá IceBAN, samtökum íslenskra englafjárfesta.


Dagskrá


16:00 - Ávarp: Ásdís Halla Bragadóttir, Ráðuneytisstjóri HVIN

16:10 - Hans Tómas Björnsson, Líf- og Heilbrigðisvísindi

16:20 - Egill Skúlason, Ofurtölvur & Efnafræði

16:30 - Tom Flanagan, University College Dublin

16:50 - Milla Koistinaho, Innovestor

17:10 - Pallborðsumræður - Bergur Ebbi stýrir. Í panel verða Einar Mäntylä (Auðna), Egill Skúlason, Tom Flanagan, Milla Koistinaho og Jón Ingi Bergsteinsson (IceBAN)

17:30 - Léttar veitingar

DEILA

FLEIRI GREINAR

6. janúar 2025
Auðna Tæknitorg hefur leitt íslenskt vísindaumhverfi í átt að aukinni verðmætasköpun með sprengingu í fjölda einkaleyfaumsókna, tengingu við erlenda fjárfesta og markvissri tækniyfirfærslu sem stuðlar að því að íslenskt hugvit komist í farveg og skili sér í verðmætum fyrir atvinnulífið og samfélagið.
17. desember 2024
Þann 12. desember stóð Auðna Tæknitorg fyrir viðburðinum Leiðin til vísindalegrar nýsköpunar á veitingastaðnum Eiríksdóttur í Grósku.
Einar Mantyla
7. október 2024
Alger umskipti hafa orðið á nokkrum árum á viðhorfi vísinda- og háskólasamfélagsins til nýsköpunar. Afrakstur rannsókna á nú greiðari leið til áhrifa í samfélaginu og eflir samkeppnishæfni þjóðarinnar.
Fleiri greinar
Share by: