Fram koma Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri HVIN, Hans Tómas Björnsson og Egill Skúlason, vísinda frumkvöðlar, Tom Flanagan, sérfræðingur í tækniyfirfærslu frá UCD á Írlandi og Milla Koistinaho, fjárfestir í djúptækni hjá Innovestor í Finnlandi og munu þau deila innsýn sinni og reynslu.
Að dagskrá lokinni verða pallborðsumræður undir stjórn Bergs Ebba Benediktssonar þar sem tækifæri gefst til að ræða ólíkar leiðir og áskoranir sem fylgja því að koma vísindalegri nýsköpun á framfæri.
Í panel verða fyrirlesarar dagsins en einnig taka þátt Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu og Jón Ingi Bergsteinsson frá IceBAN, samtökum íslenskra englafjárfesta.
16:00 - Ávarp: Ásdís Halla Bragadóttir, Ráðuneytisstjóri HVIN
16:10 - Hans Tómas Björnsson, Líf- og Heilbrigðisvísindi
16:20 - Egill Skúlason, Ofurtölvur & Efnafræði
16:30 - Tom Flanagan, University College Dublin
16:50 - Milla Koistinaho, Innovestor
17:10 - Pallborðsumræður - Bergur Ebbi stýrir. Í panel verða Einar Mäntylä (Auðna), Egill Skúlason, Tom Flanagan, Milla Koistinaho og Jón Ingi Bergsteinsson (IceBAN)
17:30 - Léttar veitingar
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160