Blog Layout

Kynning á Artic Circle ráðstefnunni

Pallborðsumræður á ráðstefnu Arctic Circle 


Föstudaginn 11. október 2019 stóð Auðna Tæknitorg fyrir kynningu og pallborðsumræðum á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Sigurður Hannesson framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins og stjórnarmaður í Auðnu Tæknitorgi hélt opnunarerindi og Mona Wan aðstoðarframkvæmdarstjóri Nytjaleyfaskrifstofu Stanford Háskóla Í Bandaríknunum stýrði pallborðsumræðu sem fjallaði um tækniyfirfærslu á Norðurlöndum og hvaða hlutverk tækniyfirfærsluskrifstofur geta leikið við lausn loftslagsvandans. Í pallborðinu sátu fulltrúar Auðnu Tæknitorgs, Aalto Háskólans í Helsinki, DTU í Kaupmannahöfn, Illisimatusarfik Háskólans á Grænlandi, Chalmers Háskóla í Gautaborg og SNITTS, samtaka tækniyfirfærsluskrifstofa í Svíþjóð. Við þetta tilefni var formlega hrundið af stað samstarfi tækniyfirfærsluskrifstofa á Norðurlöndum sem hefur það að markmiði að safna hagnýtanlegum lausnum frá öllu vísindaumhverfi Norðurlandanna til að mæta þeim stóru áskorunum í loftslagsmálum sem heimurinn stendur frammi fyrir.

DEILA

FLEIRI FRÉTTIR


5. febrúar 2025
Landspítali hefur sett af stað nýja námsbraut í nýsköpun fyrir klíníska fagaðila.
4. febrúar 2025
Á ráðstefnunni AI & Society voru áhrif gervigreindar og mikilvægi ábyrgðar í hraðri tækniframþróun rædd.
6. janúar 2025
Auðna Tæknitorg hefur leitt íslenskt vísindaumhverfi í átt að aukinni verðmætasköpun með sprengingu í fjölda einkaleyfaumsókna, tengingu við erlenda fjárfesta og markvissri tækniyfirfærslu sem stuðlar að því að íslenskt hugvit komist í farveg og skili sér í verðmætum fyrir atvinnulífið og samfélagið.
Fleiri fréttir
Share by: