Blog Layout

Einar Mäntylä framkvæmdastjóri Auðnu í viðtali á Sprengisandi

Byltingarkennd fjölgun í umsóknum um einkaleyfi.

Einar fór í viðtal á Sprengisandi í morgunsárið með Kristjáni og ræddu þeir meðal annars bylgingarkennda fjölgun einkaleyfa sem koma úr háskóla- og rannsóknaumhverfinu á þessu ári. Þessa aukningu má að miklu leyti rekja til starfsemi Auðnu tæknitorgs sem hefur frá stofnun, síðla árs 2018, einbeitt sér að vitundarvakningu um mikilvægi hugverkaverndar og nýsköpunar innan vísindasamfélagsins. Rannsóknastarf í landinu er af góðum gæðum, alþjóðlega séð, og er mikilvæg uppspretta nýsköpunar. Það er mikilvægt að við berum gæfu til að grípa tækifærin sem rannsóknirnar gefa af sér og jafnframt að við aukum stuðning við rannsóknir, eins og okkar nágrannalönd eru að gera til að dragast ekki aftur úr. Í viðtalinu er komið inn á víðtæk áhrif vísindastarfs fyrir samfélagið og efnahag landsins.

Hlustið á viðtalið hér

DEILA

FLEIRI GREINAR

Einar Mantyla
7. október 2024
Alger umskipti hafa orðið á nokkrum árum á viðhorfi vísinda- og háskólasamfélagsins til nýsköpunar. Afrakstur rannsókna á nú greiðari leið til áhrifa í samfélaginu og eflir samkeppnishæfni þjóðarinnar.
26. ágúst 2024
Eyvör hleypir netöryggisstyrk af stokkunum! Allt að 9 milljónir í styrk og 80% verkefnis fjármagnað – umsóknarfrestur er til 1. október 2024.
Þrír nýir stjórnarmeðlimir í stjórn Auðnu
21. ágúst 2024
Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir í stjórn Auðnu Tæknitorgs ehf. á aðalfundi sem fram fór 15. ágúst síðastliðinn.
Fleiri greinar
Share by: