Blog Layout

Auðvarp hlaðvarp # 30 Eyvör: Viltu styrk til að bæta netöryggi?

Eyvör hleypir netöryggisstyrk af stokkunum! Allt að 9 milljónir í styrk og 80% verkefnis fjármagnað – umsóknarfrestur er til 1. október 2024.

an advertisement for audvarp in iceland with a colorful iceberg

Daði Gunnarsson sérfræðingur hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og verkefnastjóri Eyvarar og Eyjólfur Eyfells sérfræðingur hjá Rannís og umsjónarmaður Netöryggisstyrkja komu í heimsókn til að ræða málin. Við förum yfir tilhögun styrkjanna og þau skilyrði og áherslur sem þar liggja að baki. Kynnumst Eyvöru sem er NCC (National Cooperation Center) í netöryggi á Íslandi og hluti af neti slíkra setra í Evrópu.

Ákaflega fróðlegur þáttur um það sem er að gerast í netöryggismálum á Íslandi og hvernig Evrópa hyggst bæta stöðu sína í málaflokknum.

Hlustið hér!

DEILA

FLEIRI GREINAR

6. janúar 2025
Auðna Tæknitorg hefur leitt íslenskt vísindaumhverfi í átt að aukinni verðmætasköpun með sprengingu í fjölda einkaleyfaumsókna, tengingu við erlenda fjárfesta og markvissri tækniyfirfærslu sem stuðlar að því að íslenskt hugvit komist í farveg og skili sér í verðmætum fyrir atvinnulífið og samfélagið.
17. desember 2024
Þann 12. desember stóð Auðna Tæknitorg fyrir viðburðinum Leiðin til vísindalegrar nýsköpunar á veitingastaðnum Eiríksdóttur í Grósku.
5. desember 2024
Auðna Tæknitorg býður þér á hátíð nýsköpunar á Eiríksdóttir í Grósku fimmtudaginn 12. desember kl 16:00-18:00 þar sem rætt verður um fjölmargar hliðar vísindalegrar nýsköpunar.
Fleiri greinar
Share by: