TTO ICELAND
Hlutverk Auðnu er að aðstoða vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukinnar samkeppnishæfni.
Auðna Þekkingar- og Tæknitorg er óhagnaðadrifið fyrirtæki sem sinnir þekkingar- og tækniyfirfærslu fyrir alla háskóla landsins og helstu opinberu rannsóknastofnanir. Auðna er í eigu allra háskóla landsins, Landspítala Háskólasjúkrahúss, Vísindagarða Háskóla Íslands, Matís, Hafrannsóknastofnunar Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Hlutverk Auðnu er að aðstoða háskóla- og vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukninnar samkeppnishæfni.
Markmið Auðnu er að styðja íslenskt vísindasamfélag með hugverkavernd og greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi. Auðna tengir uppfinningar og væntanleg nýsköpunarverkefni við fjárfesta og atvinnulíf. Auðna vill stuðla að auknum samfélagslegum áhrifum og verðmætasköpun vísinda og tækni úr íslensku vísindasamfélagi, bæði á Íslandi og erlendis.
Auðna aðstoðar nemendur háskólanna, uppfinningamenn og vísindafrumkvöðla við greiningu á rannsóknum og uppfinningum. Auðna greinir rannsóknir og uppfinningar með tilliti til einkaleyfishæfis og markaðsmöguleika. Við hjá Auðnu veitum ráðgjöf varðandi hugverkavernd og stofnun sprotafyrirtækja í kringum hagnýtanleg vísindaverkefni. Auðna tengir uppfinningamenn og frumkvöðla við fjármögnun og atvinnulífið. Við veitum einnig upplýsingar um fjármögnun verkefna, meðal annars um styrki. Okkar markmið er að aðstoða þig við að umbreyta vísindavinnu þinni í nýsköpun sem gagnast samfélaginu. Við erum hér til að aðstoða þig og veita upplýsingar.
Auðvarp - Nýsköpun, vísindin & við er vettvangur umfjöllunar og samtals á sviði tækniyfirfærslu, nýsköpunar, vísinda, viðskipta og góðra hugmynda. Áhugaverðir viðmælendur og skemmtileg umfjöllun um það sem við erum að fást við.
Tækniyfirfærsla er yfirfærsla á kunnáttu, þekkingu, tækni og aðferðum frá háskólum og rannsóknarstofnunum til starfandi fyrirtækja eða sprotafyrirtækja, sem vinna að frekari þróun, markaðssetningu og sölu nýrra afurða, ferla, aðferða, forrita, efna eða þjónustu til almennings. Við tækniyfirfærslu er gerður samningur við fyrirtæki um nytjaleyfi, sölu og/eða eignarhluta í fyrirtæki.
Spilaðu myndbandið til að fræðast betur um hvað tækniyfirfærsla er.
Hjá Auðnu Þekkingar- og Tæknitorgi verður að finna samankomin öll bestu fjárfestingatækfærin úr íslensku vísindaumhverfi. Við finnum vænleg verkefni með aðstoð samstarfsaðila okkar, greinum þau og tryggjum hugverkavernd þegar það á við. Við tökum verkefnin áfram og undirbúum þau fyrir aðkomu fjárfesta og atvinnulífs og til þáttöku í samfélaginu. Við opnum fjárfestum og atvinnulífinu dyr og innsýn í tækifæri djúpvísindanna á Íslandi.
Auðna vill sjá uppfinningar gera gæfumuninn út í samfélaginu og sýna að vísindin geri gagn. Hjálpaðu okkur að fagna árangri með dæmum um hvernig afrakstur vísinda á Íslandi snertir okkur og skiptir máli. Söfnum saman dæmisögum og komum þeim á framfæri hér!
Til að leggja áherslu á samfélagsleg áhrif tækniyfirfærslu tengjum við tækifærin okkar við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mannkynið stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem Sameinuðu Þjóðirnar hafa skilgreint og vísindin eru eitt mikilvægasta bjargræðið við þróun lausna og nýrra úrræða. Kannski reynist eitt lítið skref fyrir þig vera stórt fyrir mannkynið? Látum reyna á það saman, allt telur.
Takk fyrir að skrá þig!
Æ, sendingin heppnaðist ekki. Prófaðu aftur.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160