Auðna TTO kom að gerð samnings milli Envalys og Verkís. Samningurinn gerir þeim kleift að máta hugbúnaðarlausnir Envalys, VRPsychLab og VRTerrain inn í verkferla Verkís. Í samstarfinu verða til verðmætar upplýsingar og aðferðir við að nýta hugbúnað Envalys í daglegri vinnu Verkís meðal annars til aukningar á skilvirkni í samskiptum hagaðila.
Lausnir Envalys bjóða upp á rannsóknir á líðan og upplifun í þrívíddarumhverfi sem sett er upp með hjálp búnaðarins og auka þannig líkurnar á að það sem verið er að hanna þjóni tilgangi sínum.
Við hjá Auðnu fögnum þessum áfanga og óskum báðum fyrirtækjum til hamingju með samstarfið.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160