Háskóli Íslands
Solrun Traustadottir and Andri Orrason
US einkaleyfi nr: P11936US00 / US 10,391,722 B1
Titill: METHOD OF PRODUCING AEROFOILS
Dagsetning einkaleyfis: August 27th 2019
Uppfinningarnar sem hér um ræðir eru (1) framleiðsluferli koltrefja vængsniða úr samsettum efnum sem krefst ekki samsetningar einstakra íhluta eftir framleiðslu og mynda efri og neðri yfirborð vængsniðsins. Með öðrum orðum er hægt að
framleiða loftaflfræðilega íhluti koltrefja vængsniðsins sem
eina einingu, og það útilokar þörfina fyrir eftirvinnslu límingar á einstökum hlutum vængsniðsins (efra
og neðra yfirborð). Uppfinningin snýr einnig að (2) framleiðsluaðferð koltrefja vængsniða.
Koltrefja vængsniðin
eru framleidd á hagkvæman hátt og sameina eiginleika þess að vera óvenju sterkir, tæringarþolnir og léttir.
Koltrefja vængsnið eða vængir eru framleidd úr efni sem einkennist af miklum styrkleika, teygjanleika, tæringarþols og lítillar þyngdar. Þessi uppfinning getur hámarkað eiginleika loftaflfræði (farartækja) á sama tíma og framleiðsluferillinn er sjálfbærari og með samskeytalausu vængsniði er endingin betri.
Vængsnið er almennt að finna á farartækjum sem eru hönnuð til að hreyfast á miklum hraða, svo sem flugvélum, þyrlum, kappakstursbílum, drónum og bátum.
Kostir og möguleikar þessarar uppfinningar:
Auðna Tæknitorg leitar að áhugasömum aðilum iðnaðarins og frumkvöðlum sem óska eftir nytjaleyfi fyrir þessarri tækni. Við getum haldið kynningu á tækninni ef þess er óskað.
Auðna Tæknitorg | TTO Iceland
Bjargargata 1, 102 Reykjavik, Iceland
Kt. 620119 0160