AUÐNA TÆKNITORG

AUðNA

TÆKNITORG

Tækniyfirfærsla


1. RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN

Niðurstöður rannsókna og uppfinningar byggðar á þeim kunna að skipta sköpum við að betrumbæta samfélagið. Kynntu þér hvernig hægt er að auka áhrif rannsókna með því að tryggja hugverkarétt áður en niðurstöður eru birtar opinberlega. Það er hægt að gera hvort tveggja; verja og birta, en það verður að gerast í þeirri röð. Uppistöðuna að einkaleyfi er hægt að vinna meðfram skrifum á handriti svo þetta er ekki tvöföld vinna og gæti margborgað sig.


Hafðu samband við tengilið þinnar stofnunar við Auðnu Tæknitorg til að ræða verkefni þitt. Tengiliðirnir eru bundnir trúnaðarskyldu varðandi innihald verkefnisins. Verkefni berast svo til Auðnu Tæknitorgs í gegnum tengiliðanna. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er að vinnuveitendur eiga rétt á uppfinningum starfsmanna sinna og þurfa því að samþykkja að senda verkefnin áfram til Auðnu Tæknitorgs.


  • FINNDU TENGILIÐI STOFNANA VIÐ AUÐNU HÉR


    BIFRÖST

    Helga Ólafsdóttir


    HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

    Kristján Kristjánsson

    Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir


    HÁSKÓLINN Á AKUREYRI

    Adam Daniel Fishwick

    Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir


    HÁSKÓLINN Á HÓLUM

    Anna Guðrún Edvardsdóttir


    HÁSKÓLI ÍSLANDS

    Brynja Björg Halldórsdóttir, Lögfræðingur 

    Hulda Proppé, Félagsvísindasvið

    Ása Vala Þórisdóttir, - Heilbrigðisvísindasvið 

    Eiríkur Smári Sigurðarson, Hugvísindasvið 

    Kristín Harðardóttir, Menntavísindasvið 

    Gréta Björk Kristjánsdóttir, VON 


    LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS

    Christian Schultze


    LANDSPÍTALI

    Sigurður Þórarinsson 


    LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS

    Elín Þórhallsdóttir


    MATÍS

    Jónas Viðarsson


    SAMTÖK IÐNAÐARINS

    Nanna Jakobsdóttir


    VÍSINDAGARÐAR

    Hrólfur Jónsson 

skýringarmynd af hring sem útskýrir skref rannsókna og þróunar

2. hugverkavernd

Hugverkavernd getur stóraukið virði og hagnýtingu rannsókna þinna eða sprotafyrirtækis þíns. Verndin er í sumum tilvikum forsenda fyrir því að hún komist í gagnið. Við hjálpum þér að meta og vernda uppfinningu þína og höldum utan um hugverkarétt þinn í upphafi. Við greinum og leggjum mat á ýmsum hliðum uppfinningarinnar, könnum einkaleyfishæfi, einkaleyfa gagnagrunna og skoðum markaðslandslag. Einnig veitum við ráð með næstu skref til að koma niðurstöðum rannsókna og uppfinningum í gagnið.


Tegundir hugverkaréttar

Hugverkavernd getur stóraukið virði og hagnýtingu rannsókna þinna eða sprotafyrirtækis þíns. Verndin er í sumum tilvikum forsenda fyrir því að hún komist í gagnið. Við hjálpum þér að meta og vernda uppfinningu þína og höldum utan um hugverkarétt þinn í upphafi. Við greinum og leggjum mat á ýmsum hliðum uppfinningarinnar, könnum einkaleyfishæfi, einkaleyfa gagnagrunna og skoðum markaðslandslag. Einnig veitum við ráð með næstu skref til að koma niðurstöðum rannsókna og uppfinningum í gagnið.


Verðmætasköpun

Hugverkaréttur, að uppfylltum vissum skilyrðum, getur verndað uppfinningar, vörur og þjónustu. Til að uppfinning sé einkaleyfishæf þarf hún að vera ný, óvænt og hagnýtanleg. Hugverkaréttur skapar forsendur fyrir stöðu á markaði og er meðal mælikvarða á nýsköpunargetu, frumleika og samkeppnishæfni. Greining okkar á markaðnum og hugverkalandslaginu hjálpar við að finna hentuga samstarfsaðila og bestu tækifærin.

Betri líkur á árangri

Hugverkavernd minnkar áhættuna af því að aðrir nýti sér vinnu þína án leyfis. Hugverkaréttur, svo sem einkaleyfi og vörumerki, eru svæðisbundin réttur og því skynsamlegt að skrá þau á mikilvægum markaðssvæðum. Vaxandi kröfur eru um virka stefnu í hugverkavernd frá hendi ýmissa samkeppnissjóða sem styrkja rannsóknir og þróun.

Sterkari staða

Skráð hugverk vekja athygli á vinnu þinni og laða að samstarfssaðila og fjárfesta en bægir frá  samkeppnisaðilum. Hugverkaréttindum er hægt að beita með ýmsum hætti, nota þau sjálfur, veita nytjaleyfi í tilteknum tilgangi, selja þau, eða skiptast á réttindum við aðra aðila.

Ekki láta ræna þig uppfinningunni!

Fyrirtæki og einstaklingar sem verja fjármunum, tíma og kröfum í rannsóknir, þróun og markaðssetningu afurða sinna þurfa að hindra að þriðji aðili ræni þá ekki uppfinningunni og afrakstri nýsköpunarinnar. Hugverkavernd er mikilvægur liður í því að minnka þessa áhættu. Þess vegna er stefna í hugverkavernd mikilvægur liður í góðri viðskiptaáætlun. Einkaleyfi, vörumerki og höfundarréttur eru algengustu formin á hugverkarétti, en hönnunarvernd getur einnig verið mikilvæg og skipt miklu máli hvað varðar vörur á markaði. Myndin hér til hliðar sýnir ferlið frá umsókn til endaloka hinna ýmsu hugverkaréttinda.

3. MARKAÐSSTARF

Þegar við höfum lokið greiningarvinnu okkar og tekið viðeigandi skref til að tryggja hugverkaverndina er komið að koma verkefninu á framfæri við atvinnulífið og leita réttu fjárfestana. Það gerum við með því að setja upp kynningastefnu og markaðskynningar sem byggja á greiningum og tökum næstu skref í nánu samráði við uppfinninga og/eða vísindamennina. Þetta kallar á marga fundi og fjölda kynninga á fjölbreytilegum vettvangi.


Til að setja þekkingar- og tækniyfirfærslu og verkefni þitt í stærra samhengi, tengjum við verkefnin og vinnu okkar við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Því vísindin og hugvitið skipta máli.


4. SAMNINGAR OG VIRÐISAUKI

Í kjölfar markaðsstarfs taka við samningaviðræður við áhugasama fjárfesta, samstarfsaðila úr atvinnulífinu eða frumkvöðla sem vilja grípa boltann og taka verkefnið áfram. Slíkir samstarfs- og nytjaleyfissamningar sem snúa að hugverkarétti geta verið flóknir og framandi.
Við sjáum til þess að hagfelldir samningar við réttu aðilana náist þar sem hagsmuna þinna er gætt.

Er sprotafyrirtæki málið?

Eftir að samningar eru í höfn keppast aðilar saman að því að koma lausninni í gagnið úti í samfélaginu.


Sumir uppfinningamenn kjósa að koma verkefninu í hendur frumkvöðla eða fyrirtækja sem taka slaginn, aðrir velja að stofna eigið sprotafyrirtæki utan um lausnna. Sprotafyrirtæki getur verið stofnað á ýmsum stigum utan um hugverkin og snilldina. Við veitum ráðgjöf varðandi stofnun sprotafyrirtækis um vísindaleg verkefni.

Hafðu samband

Samstarfsaðilar

Share by: