ÍSLAND OG VÍSINDIN

Ísland og
vísindin

“TIME MAY NOT BE ON OUR SIDE, BUT INNOVATION IS.”  - FRANS VAN HOUTEN

New paragraph

New paragraph

Á íslandi eru færir vísindamenn

Við búum vel að frábærum og frumlega hugsandi vísindamönnum sem skara fram úr þegar litið er til gæða og birtinga vísindagreina í alþjóðlega virtum tímaritum og alþjóðasamstarfi. Við höfum náð undraverðum árangri á mörgum sviðum. Ísland hefur hins vegar verið eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að hagnýtingu rannsókna, hugverkavernd og tengslum við að afurðir vísindanna skili sér betur til samfélagsins í formi nýsköpunar til að stuðla að verðmætasköpun, nýjum störfum, vörum, þjónustu, sjálfbærum lausnum og samfélagslegum ávinningi til að efla samkeppnishæfni okkar meðal þjóða. 


Auðna Þekkingar- og Tæknitorg tengir saman vísindin, atvinnulíf og fjárfesta. Að Auðnu standa allir háskólar landsins og helstu opinberu rannsóknastofnanir auk Vísindagarða Háskóla Íslands og Samtaka Iðnaðarins.


Samgöngur til annarra landa hafa gjörbreyst á undanförnum árum og Ísland er ekki lengur úr leið heldur áhugaverður viðkomustaður á leið milli heimsálfa með fjölda áfangastaða. Íslendingar afla sér menntunar, sérþekkingar og starfsreynslu erlendis og koma heim með nýja þekkingu, innsýn og tengingar inn í bestu háskóla og vísindastofnanir víðs vegar um heim. Íslenskt vísindasamfélg er ríkt af fjölbreyttum mannauði og það er það sem skapar tækifærin.

Alþjóðlegt samstarf er mikilvægt fyrir framtíðarvöxt vísinda og sprotafyrirtæki sem byggja á vísindastarfi


Kosturinn við smæð Íslands er að heimamarkaðurinn getur reynst frábær tilraunamarkaður fyrir sprotafyrirtæki sem með litlum tilkostnaði er hægt að fá hugmynd um viðtökur við vörunni/þjónustunni/lausninni og ná að þróa hana áður en lagt er á stærri mið.
Fjármögnun þarf við bæði tækni- og viðskiptaþróun. Styrkfé er nauðsynlegur og hagkvæmur kostur á snemmstigum. Á síðari stigum þarf að afla fjármagns í gegnum fjárfesta sem þiggja á móti hlut í tækifærinu. Hvatar fyrir erlenda fjárfestingu er til staðar, samfélagið er framsækið, málkunnátta er almennt góð, boðleiðir stuttar og erlendar tengingar góðar.


Lífsgæði á Íslandi eru mikil, löng lýðræðishefð, pólitískur stöðugleiki og sterk bókmenntasaga. Samfélagið er mjög tæknivætt, til dæmis í sjávarútvegi og netnotkun er með því mesta sem gerist meðal þjóða. Samfélagið er drifið af endurnýjanlegum innlendum orkugjöfum. Við erum umkringd fallegri náttúru og ríku menningar- og tónlistarlífi. Íslendingar eru almennt lausnamiðaðir. Kynjajafnrétti er með því besta sem þekkist og við mælumst fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi. Samfélagið er friðsælt og fjölskylduvænt og landið hefur ekki eigin her. Ísland hefur fullgilt fjölda alþjóðlegra sáttmála og er fullgildur meðlimur evrópsku rannsóknaáætlanna, meðal annars Horizon 2020, Eurostarf og Parísarsáttmálans um hugverkaréttindi.

Um Ísland

Almennar upplýsingar um aðstæður til viðskipta og fjárfestinga á Íslandi:


Íslandsstofa, farvegur útflutningsgreina á erlenda markaði.


Invest in Iceland, býður upp á ókeypis upplýsingar og þjónustu fyrir fjárfesta.


(Mynd frá Isavia, 99 flugleiðir til og frá Íslandi, 2018)

Share by: