Blog Layout

Masterclass í vísindalegri nýsköpun

Vel heppnaður Masterclass var haldinn hjá okkur dagana 21.-23. febrúar.

Þriggja daga vel heppnaður Masterclass í vísindalegri nýsköpun var haldinn hjá okkur dagana 21.-23. febrúar. Við fengum frábært fólk með okkur í lið! Auk okkar eigin Auðnu sérfræðinga, héldu Pétur Jónasson deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Þorbjörg Jensdóttir vísindamaður og frumkvöðull Hap+ og Iceland Medico, Guðmundur Reynaldsson einkaleyfalögfræðingur og Jón Ingi Benediktsson frá HVIN erindi um hugverkarétt og nýsköpun, frumkvöðlavegferð, hugljómun, verðmætasköpun og fjármögnun verkefna með sjóðum og fjárfestum. María Ellingsen leikkona/leikstjóri kenndi okkur aðferðir til að ná athygli með kynningum á hugmyndunum. Námskeiðið var fullbókað og spennandi verkefni fengu fyrstu leiðsögn á leið til samfélagslegra áhrifa og vaxtar. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu!

DEILA


fleiri verkefni

Share by: