Blog Layout

Masterclass í verðmætasköpun vísinda

Auðna Tæknitorg hélt 3ja daga Masterclass í verðmætasköpun fyrir vísindamenn dagana 14.-16.ágúst 2019 með áherslu á hvernig hægt er að skapa sprotafyrirtæki og verðmætar lausnir úr rannsóknum. Það þarf meira en frábæra hugmynd og ástríðu til að breyta samfélaginu, umbylta atvinnugreinum og samþætta nýjar tæknilegar lausnir. Það þarf einnig frumkvöðlahæfileika, hugverkastefnu, þekkingu á reglugerðaumhverfinu, rétta teymið, tengingar við lykilaðila og aðgang að fjárfestum. Mastarclassinn var haldinn í Sjávarklasanum. 

 

Meðal leiðbeinenda voru Jón Ingi Benediktsson frá Accelerace í Danmörku, Eugen Steiner frá Health Cap í Svíþjóð, Hannes Ottósson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Einar Mäntylä, Anna Margrét Guðjónsdóttir frá Evris/Inspiralia, Ásta Sóllilja Guðmundsdótti og Susan Christiansen. 

 

Við þökkum þáttakendur og leiðbeinendum kærlega fyrir að gera þennan viðburð svona vel heppnaðan. Í september gefst þáttakendum kostur á að koma aftur til Auðnu Tæknitorgs og kynna hugmyndina sína. Við hlökkum til að endurtaka þennan Mastarclass í framtíðinni. 

DEILA


fleiri verkefni

Share by: